Bústólpi

Um okkur

Bústólpi er framsækið framleiðslu- og þjónustufyrirtæki í landbúnaði. Hjá Bústólpa starfar öflugur hópur fólks sem kappkostar að veita góða þjónustu og gæða vöru. Fyrirtækið leggur ríka áherslu á gott starfsumhverfi, góðan starfsanda og samfélagsábyrgð. Fyrirtækið hefur verið valið framúrskarandi fyrirtæki 13 ár í röð af Creditinfo og hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar árið 2023.

Bústólpi rekur verslun með vörur sem tengjast landbúnaði. Helst ber þar að nefna áburð, sáðvörur, girðingarefni, sápuefni, vítamín og steinefni, heyverkunarvörur, kálfa- og lambamjólk ásamt ýmsum smávörum sem bændur nota við rekstur sinn.

Bústólpi er sölu- og þjónustuaðili fyrir DeLaval mjaltabúnað. Í verslun Bústólpa er haldinn varahlutalager með öllu því helsta sem þarf til viðhalds á slíkum búnaði. Á það jafnt við um eldri kerfi og nýjustu gerðir sjálfvirkra mjaltaþjóna.

Bústólpi framleiðir árlega um 18 þúsund tonn af kjarnfóðri auk þess sem félagið selur um 5 þúsund tonn af hráefnum til annarra aðila. Framleiðsla Bústólpa er vöktuð með virku gæðakerfi á öllum stigum allt frá vali hráefna til afhendingar fóðurs til bænda.

Framleiðsla Bústólpa er vottuð af MAST.

(Auðkennisnúmer Bústólpa er: αIS-A102)

Fræðsluefni

Vefverslun