Vaxtarkögglar 40 kg

Vaxtarkögglar 40 kg

6.043 kr. með VSK / 4.873 kr. án VSK

Á lager

Vaxtarkögglar er ný blanda í uppeldislínunni og eru þeir sérstaklega hannaðir til þess að taka við af Kálfakögglum og mjólkurgjöfinni. Vaxtarkögglarnir innihalda fiskimjöl sem próteingjafa en einnig koma inn soja og repja á móti.

Vaxtarkögglarnir eru orku- og próteinríkir sem tryggja kálfum í vexti nóg af næringarefnum til viðbótar því sem gróffóðrið gefur og tryggir þannig góðan og jafnan vöxt. Þeir hafa einnig ríkulegt magn stein- og snefilefna sem og vítamína því gróffóður uppfyllir ekki þarfir ungviðisins til vaxtar en kalk og fosfór eru sérstaklega mikilvæg fyrir beinvöxt. Það er mikilvægt að blanda Vaxtarkögglum við Kálfakögglana til að byrja með til þess að fóðurbreyting verði ekki of mikil á stuttum tíma. Vaxtarkögglarnir eru góðir hvort sem er fyrir naut eða kvígur í vexti en kvígur á aldrinum 4-10(12) mánaða geta vaxið mjög mikið sé fóðrun þeirra rétt stillt en fituvefur í júgri er einmitt einkenni þess að jafnvægi orku og próteins hafi ekki verið rétt í fóðurskammti kvíga (hefðbundin gróffóðurfóðrun).

Nánari upplýsingar

Hve mikið á að fóðra?

Vörunúmer: 2-48-5 Flokkur: Merki:

Lýsing

Þessa fóðurblöndu er einnig hægt að fá í stórsekk. Magn í stórsekkjum er breytilegt, allt frá 500 kg og upp í 800 kg. Vinsamlegast hafið samband við verslun í síma 460-3350 eða sendið tölvupóst á bustolpi@bustolpi.is til að panta.