Smart Trace+ CALF Forðastautar

Smart Trace+ CALF Forðastautar

17.661 kr. með VSK / 14.243 kr. án VSK

Á lager

Forðastautar með forðaverkun fyrir kálfa með virka vambarstarfsemi (eldri en 6 vikna).

Fóðurbætir til langtímaviðbótar af snefilefnum handa kálfum á fóðrum/beit.

 

Vörunúmer: 8-479 Flokkur: Merki:

Lýsing

Forðastautarnir eru hannaðir fyrir kálfa með virka vambarstarfssemi eldri en 6 vikna sem eru á bilinu 100-200 kg.

Forðastautarnir eru hannaðir til að hvíla í keppnum. Umbúðinar utan um forðastautinn fer í tvo hluta. Þeir eyðast og leysast upp og veita þannig samfellda gjöf af næringarefnum handa dýrinu.

Forðastautarnir eru með virkan líftíma í u.þ.b. 6 mánuði. Engar leifar verða eftir.

Ef við á skal forðast samhliða viðbótargjöf af aukaefnum með hámarksinnihaldi af öðrum uppruna en þeim sem er í forðastautinum.

Fyrir notkun er ráðlagt að fá ráðleggingar frá dýralækni eða næringarfræðingi varðandi:

  1. Jafnvægi snefilefna í daglegri gjöf.
  2. Stöðu snefilefna í hjörðinni.

Gjöf

Gefa á hverju dýri einn 58 g forðastut.

  1. Hlaðið inngjafarbyssu. Setjið forðastautinn í enda inngjafarbyssunnar.
  2. Setjið inngjafarbyssuna í munn dýrsins. Haldið dýrinu þannig að höfuðið vísi fram. Haldið hálsinum beinum. Setjð inngjafarbyssuna varlega beint í munninn (ekki frá hlið) og yfir aftari hluta tungunnar. EKKI nota mikla þvingun svo sem að grípa í tunguna , eða halda höfðunu of hátt. Ef forðastauturinn er brotinn (við gjöf) skal tryggja að ,,v“ endanum þrýstist ekki í kokið. Það truflar kyngingu.
  3. Forðastauti sleppt. Þegar dýrið byrjar að kyngja skal sleppa forðastautinum varlega. EKKI ýta inngjafarbyssunni of langt aftur í kok. EKKI nota afl þar sem það getur skaðað háls dýrsins.

MUNIÐ – AÐ SÝNA AÐGÁT ER AÐ GEFA SÉR TÍMA!