IP 4000 20L

IP 4000 20L

10.057 kr. með VSK / 8.111 kr. án VSK

Á lager

Vörunúmer: 8-212 Flokkur: Merki:

Lýsing

IP-4000 er tvívirkt lágfreyðandi hreinsiefni fyrir matvælaiðnað ætlað til hreinsunar og sótthreinsunar á lokuðum kerfum, sjálfvirkum lokuðum mjaltakerfum, mjólkurgeymum og öðrum mjaltaáhöldum. IP-4000 hreinsar mjög vel fitu og prótein. IP-4000 inniheldur tæringarverjandi efni.

Notkun:

Almenn notkun: Notkunarstyrkur 0,5-0,7% eða 0,5-0,7 dl í 10L af vatni. Þvottatími þarf að vera 5-15 mín. Skola þarf með vatni þar til kerfið er laust við allar sápurestar. Skolið vel öll áhöld eftir hreinsun.
Notkun í mjólkuriðnaði: 1) Skolið kerfið með volgu vatni. 2) Þvoið síðan með heitu sápuvatni. Styrkur þvottavatns þarf að vera á bilinu 0,4-0,6%. Þvottatími þarf að vera 6-8 mín. Hitastig þarf að vera á bilinu 75-85°C í byrjun þvottar og þvotti verður að ljúka áður en hitastig þvottavatns fer niður fyrir 40°C. 3) Skola þarf kerfið með volgu vatni þar til kerfið er laust við allar sápurestar. Látið sogdæluna ganga þar til vatn hefur tæmst úr kerfinu. Tæmið fyrir næstu mjaltir allt vatn úr slöngum og tækjum í mjólkurhúsi. ATH. Góðar kerfisþvottavélar þurrka kerfið sjálfar eftir síðustu skolun.