Effekt Kalva 25 kg

Effekt Kalva 25 kg

16.901 kr. með VSK / 13.630 kr. án VSK

Á lager

Effekt Kalva er kurluð steinefniblanda sérstaklega samsett fyrir geldkýr, hámjólkandi fyrsta kálfs kvígur og kýr sem eru í nautkjötsframleiðslu. Blönduna má einnig nota við lífræna framleiðslu.

Þessi blanda fyrir geldkýr inniheldur aukalega af þeim steinefnum og vítamínum sem eru nauðsynleg kúnni og ófæddum kálfi hennar samanborið við hefðbundnar steinefnablöndur.

Nánari upplýsingar

Vörunúmer: 6-806 Flokkur: Merki:

Lýsing

Auka selen styrkir ónæmiskerfi og minnkar líkur á dauðfæddum eða veikburðafæddum kálfum. Einnig eru minni líkur á vöðvarýrnun, lélegri frjósemi, vandamálum eftir burð og smitsjúkdómum.

Blandan inniheldur mikið magn vítamína. Sérstaklega ríflegur skammtur af E vítamíni sem eflir einnig ónæmiskerfi kýrinnar og kálfsins. Það minnkar líkur á veikburða kálfum og smitsjúkdómum hjá kúm eins og legbólgu, júgurbólgu og fleira. Mikið magn A vítamíns hjálpar einnig til við að bæta ónæmiskerfið. Hátt innihald D vítamíns nýtist vaxandi kálfinum en einnig hjálpar það kúnni að stjórna kalsíum búskap í kringum burðinn.

Skammtar:

Geldkýr og kvígur fyrir fyrsta burð: 100-200 g/dag