Calcium Forðastautar

20.190 kr. með VSK / 16.282 kr. án VSK

Fóðurbætir sem dregur úr hættu á doða hjá mjólkandi kúm.

Á lager

Vörunúmer: 8-481 Flokkur: Merkimiði:

Lýsing

Calcium forðastautar er kalsíumfóðurbætir til inntöku handa mjólkandi kúm við burð. Forðastautana má einnig nota sem viðbót eftir sprautumeðferð við doða til að tryggja að kýrin fái viðbótargjöf af kalsíum.

Fyrir notkun er ráðlagt að fá ráðleggingar frá næringarfræðingi.

Calcium forðastautar eru hannaðir fyrir fullorðnar mjólkurkýr sem vega meira en 400 kg að lífþyngd.

Eftir forðastautana leysist húðin upp í vömbinni og forðastauturinn leysist upp að fullu innan 50 mínútna. Kalsíumklóríðið frásogast hratt og kalsíumsúlfatið frásogast yfir lengri tíma sem veitir jafna gjöf af kalsíum.

Gjöf fyrir og eftir burð:

Gefið einn forðastaut við fyrstu merki um burð. Gefið annan forðastaut 12-15 klukkustundum eftir að fyrsti forðastauturinn var gefinn.

Gjöf eftir burð:

Gefið einn forðastaut strax eftir burð (eða eftir inndælingu á kalsíum undir húð). Gefið annan forðastaut 12-15 klukkustundum eftir að fyrsti forðastauturinn var gefinn. Notið eingöngu samþykkta agrimin inngjafarbyssu.

Inngjöf

  1. Setjið flata enda forðastautsins í inngjafarbyssuna svo að kúpti endi forðastautsins fari fyrst í munn dýrsins.
  2. Setjið inngjafarbyssuna í munn dýrsins. Haldið dýrinu þannig að höfuðið vísi fram. Haldið hálsinum beinum. Setjð inngjafarbyssuna varlega beint í munninn (ekki frá hlið) og yfir aftari hluta tungunnar. EKKI nota mikla þvingun svo sem að grípa í tunguna , eða halda höfðunu of hátt. Ef forðastauturinn er brotinn (við gjöf) skal tryggja að ,,v“ endanum þrýstist ekki í kokið. Það truflar kyngingu.
  3. Forðastauti sleppt. Þegar dýrið byrjar að kyngja skal sleppa forðastautinum varlega. EKKI ýta inngjafarbyssunni of langt aftur í kok. EKKI nota afl þar sem það getur skaðað háls dýrsins.

MUNIÐ – AÐ SÝNA AÐGÁT ER AÐ GEFA SÉR TÍMA!