Blöndubox lítið

Blöndubox lítið

44.268 kr. með VSK / 35.700 kr. án VSK

Á lager

Blöndubox fyrir sauðfé.

Blönduboxið er ætlað til gjafar á steinefnablöndum úti í haga og er þannig ódýr og örugg leið til að gefa steinefnin með sumarbeitinni. Hentar einkar vel til að gefa kurluðu Effekt Midi Island blönduna.

Vörunúmer: 8-811 Flokkur: Merki:

Lýsing

  • Best er að staðsetja MicroFeeder steinefnaboxið í hallalausu landi sem næst þeim stað þar sem búfé sækir í drykkjarvatn. Hægt er að festa boxið með keðju við staur til að það færist ekki úr stað. Sé boxið staðsett innandyra eða við gripahús skal það staðsett að lágmarki 3 metra frá vegg.
  • Til að tryggja að boxið réttu sig við sjálft má að hámarki setja 50 kg af steinefnablöndu í kúa/hestaboxið og 12,5 kg í sauðfjárboxið.
  • Steinefnaboxið skal aðeins nota fyrir steinefnablöndur sem búfé má hafa frjálsan aðgang að.
  • Betra er að fylla lítið á boxið í einu en oftar til að tryggja sem best ferskleika og lystugleika steinefnablöndunnar.
  • MicroFeeder hentar best fyrir hornlausa gripi, en gengur þó vel fyrir kúakyn með lítil horn og eins hyrnt sauðfé. Gera má þó ráð fyrir lakari endingu ef mikið er um hornótta gripi í hjörðinni.
  • Nánari upplýsingar má finna á vef framleiðanda HÉR.